Hvernig á ég að byggja upp þol?

Spurning:
Hvernig á ég að byggja upp þol eða hvað get ég gert til að byggja upp þol?

Svar:
Sæl.
Það er hægt að byggja upp þol eftir ýmsum leiðum. Dæmi um þolþjálfun er t.d. hlaup, skokk, hjólreiðar og skíðaganga.
Eftirfarandi er dæmi sýnir hvernig byrjendur geta byggt upp þol.
Byrjaðu á að ganga rösklega í 30 mín. annan hvern dag.
Eftir eina viku byrjaðu á að ganga í 10 mínútur. Næstu 15 mínútur skaltu skokka og ganga til skiptis í 30 sekúndur í einu. Gakktu svo síðustu 5 mínúturnar. Fylgdu þessu kerfi eftir í 30 daga.
Næstu 30 daga skaltu prófa að skokka og ganga til skiptis í 60 sekúndur í einu og lengja þann kafla um 5 mínútur. Þannig að þú hitar upp með röskri göngu í 10 mínútur: Næstu 20 mínútur skokkarðu/hleypur og gengur til skiptis í 60 sek. í einu og gengur svo ávallt síðustu 5 mínúturnar.
Þú finnur hvernig þolið eykst smám saman. Gott er að hafa að markmiði að auka hraðann smátt og smátt á hlaupakaflanum eins og þolið leyfir.
Mundu samt að betra er að fara rólega og forðast ofreynslu.

Bestu kveðjur,
Ágústa Johnson.