Hvernig er best að losna við brjóstfitu?

Spurning:

Góðan dag.

Ég er með spurningu varðandi brennslu á fitunni sem sest á brjóstin. Ég tel mig þurfa að missa um 15-20 kg og vantar að vita hvort brjóstin á mér eigi ekki eftir að minnka um leið og ég grennist. Ég vil helst komast hjá því að fara í aðgerð vegna þessa nema ef að þetta lagast ekki við fitutapið. Ég er komin í átak með hreyfingu og mataræði og gengur vel en hvaða æfingar ætti ég helst að gera til að vinna á brjóstafitunni?

Svar:

Sæl.

Brjóstin á þér munu örugglega minnka talsvert þegar þú grennist og því skaltu bíða með að fara í brjóstaminnkunaraðgerð. Varðandi æfingar er best að stunda alhliða þjálfun, þolæfingar í 30-40 mín í senn 4-5x í viku og styrktaræfingar 2-3x í viku. Þannig losnar þú við fituna á brjóstunum og öðrum stöðum á líkamanum. Gangi þér vel.

Kveðja,
Ágústa Johnson