Hvernig kem ég í veg fyrir mjólkurmyndun?

Spurning:
Sæl Dagný, ég á von á öðru barni og hef tekið ákvörðun um að hafa barnið ekki á brjósti, hvað er best að gera til að koma í veg fyrir mjólkurmyndun? Töflur eða sprauta, hvaða töflur eru notaðar og hvað er í þessari sprautu? Ég vil vera búin að útvega mér þetta áður en ég fer á Lsp. Ég þakka fyrir greinargóð svör.

Svar:

Það lyf sem gefið er til að stöðva mjólkurmyndun er Cabergolin (Dostinex) og er gefin ein sprauta fljótlega eftir fæðingu. Ljósmæður fæðingadeildar sjá um að gefa þér sprautuna og þú þarft einungis að láta vita í mæðravernd og á fæðingadeildinni að þú kjósir að hafa barnið ekki á brjósti og þá er gengið frá þessu ásamt því að sjá um að barnið fái næringu. Gott er að vera í brjóstahaldara sem heldur vel að brjóstunum og nota kalda bakstra til að draga úr óþægindum sem geta komið á 3.-5. degi eftir fæðingu þrátt fyrir að þú fáir þessa sprautu.

Ræddu þessi mál við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni svo hún geti gefið þér nánari upplýsingar og skráð þetta í mæðraskrána þína þannig að upplýsingarnar liggi fyrir þegar þú fæðir. Hún lætur þig þá einnig fá upplýsingar um pelagjöf.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir