Hvernig losna ég við hlaupasting?

Spurning:
Mig langar að vita af hverju maður fær hlaupasting og hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að koma í veg fyrir að fá hann. Ég er núna í líkamsrækt og þegar líður á tímann fæ ég iðulega hlaupasting og þá get ég ekki tekið fullan þátt í æfingunni. Gott væri að vita hvað hægt sé að gera því vitaskuld vill maður að æfingin skili sem mestum árangri.

Svar:
Þessi slæmi verkur sem oftast er staðsettur í efri hluta kviðarholsins uppvið rifbeinin, er helsta bölvun hlauparans sem er alveg við það að setja persónulegt met. Hann stingur sér niður án nokkurrar viðvörunar og fórnarlambið getur naumast hreyft sig þar til verkurinn líður hjá. Sumir eiga frekar á hættu að fá hlaupasting en aðrir.

Athugun á um 260 hlaupurum, hjólreiðamönnum, sundiðkendum, róðramönnum og fólki sem stundareróbikk sýndi að hlauparar eiga frekar á hættu að fá hlaupasting en aðrir. Þetta styður þær kenningar sem komu fram fyrir meira en 40 árum þess efnis að hlaupastingur stafi af þeim skrykkjum og rykkjum sem koma á tengivefinn sem tengjakviðinn við þindina. Nýlegar læknisfræðilegar ritgerðir segja þó að verkurinn sé runnin frá efnaskiptum. Gerð var rannsókn við Háskólann á Nýja-Sjálandi bæði til að komast að rótumog þýðingu verksins.

Niðurstöðurnar fólu meðal annars í sér að eftirfarandiþættir hafa áhrif á þróun hlaupastingsins Líkamsástand iðkandans. Kröfur sem þjálfunin gerir. Vökvi eða matur sem neytt er rétt fyrir æfingu Styrkleiki þjálfunarinnar Hver sá sem fengið hefur hlaupasting hefur eflaust reynt öll tiltæk ráð til að losna við hann. Þrátt fyrir að mismunandi ráð dugi eftir einstaklingum þóttu eftirfarin ráð gefa besta árangurinn: Beygja sig fram og spenna kviðvöðva (jafnvel á hlaupum) Setja stút á munninn og anda djúpt Þrengja belti yfir mittið Minnka styrkleika æfingarinnar þar til verkurinn rénar. Auka svo hraða og styrk þegar verkurinn er horfinn Það virðist létta á að breyta líkamsstöðu og með því minnka álag á vefi í kviðarholi.

Hlaupastingur, samkv. niðurstöðum rannsóknanna, stafar frekar af hristingi tengivefja í kviðarholi eins og upphaflega var haldið en meltingartruflunum. Þegar hlaupastingurinn gerir vart við sig er ansi ólíklegt að það skipti þig miklu máli hvort hann stafar af hristingi eða meltingartruflunum. Öllu máli skiptir að losna við verkinn.

Hafðu í huga að auk ráðanna sem voru talin upp hér að framan skipta vel þjálfaðir kviðvöðvar miklu máli til að koma í veg fyrir hlaupasting. Prófaðu hvað hentar þér best til að losna við hlaupastinginn. Drekktu minna og sjaldnar og borðaðu eftir æfingu í stað þess að borða fyrir æfingu. Þó þú getir aldrei komið algerlega í veg fyrir hlaupastig er hægt að minnka líkurnar á því að hann angri þig verulega.

kveðja, Ágústa Johnson