Hvernig veit hve miklu ég brenni?

Spurning:

Góðan daginn

Það er eitt sem ég ekki skil alveg í orkutöflu
í kaflanum í Líkami og næring. Þar sem segir orkunotkun í vöttum, eru það hitaeiningar
og er miðað við heila klst? Við hverja athöfn. t.d. ef ég ligg
í eina klst. hef ég þá brennt 83 hitaein? Í annan stað, hvað merkir
kj/klst?

Kveðja

Svar:

Þetta er allt spurning um mismunandi mælieiningar. Hitaeining
(kílókaloría, kkal) er sú mælieining fyrir orku sem flestir hafa mesta tilfinningu
fyrir. Kílójúl (kJ) er önnur mælieining fyrir orku og er þessi eining
notuð í SI-kerfinu svokölluðu. Vött er einnig mælieining fyrir
orkunotkun/vinnu eða álag. Næringarfræðingar notuðu áður fyrr yfirleitt
hitaeininguna, en fyrir nokkrum árum var reynt að skipta yfir í kJ. Það hefur ekki
tekist alveg og almenningur situr ennþá fastur í hitaeiningunni (ég verð að viðurkenna
að ég geri það líka).

Tengslin milli kkal og kJ eru eftirfarandi:

1 kkal = 4,184 kJ

Taflan gefur viðmiðunartölur fyrir bruna við hinar ýmsu athafnir.
Við algera hvíld er líkaminn samt sem áður að nota orku til
varmamyndunar, til að anda, fyrir hjartsláttinn og annað sem gengurá í líkamanum án
þess að við séum að reyna á okkur. Við áreynslu eykst orkunotkun og hún
verður meiri eftir því sem átökin aukast. Ef miðað er við töfluna
þá ætti meðalmanneskja að benna 83 kJ á klukkustund liggjandi uppi í sófa. Þetta
samsvarar um það bil 20 hitaeiningum á klukkustund (83 / 4,184 = 19,8).

Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og
næringafræðingur