Hvers konar lykkja?

Spurning:
Hæhæ
Ég átti mitt fyrsta barn fyrir rúmum mánuði síðan. Ég fór til kvensjúkdómalæknis í dag í eftirskoðun og fékk lykkjuna í leiðinni. Ég ætlaði mér að fá koparlykkjuna vegna þess að ég þoli ílla hormón sem er í hormónalykkjunni og pillunni og fleiri getnaðarvörnum. Man ekki alveg hvað það heitir samt. Ég var svo utan við mig eitthvað hjá lækninum að ég minntist ekkert á það hverskonar lykkju ég ætlaði mér að fá þannig að hann setti einhverja lykkju upp, veit ekkert hverskonar :/ En ég minntist samt á það við hann að ég þyldi ekki þetta ákveðna hormón þannig að ég held að hann hafi kannski sett koparlykkjuna?? Ég verð alveg biluð í skapinu af þessu hormóni einsog er í pillunni og þyngist.. ég er loksins komin í rétta þyngd, ég fitna auðveldlega og ég vil alls ekki fitna aftur.
Læknirinn lét mig hafa miða og hann krossaði við: Flexi-T 300. og lykkjan virkar í 5 ár.

Mig vantar að vita hverskonar lykkja þetta er því að ég má ekki við því að verða rosalega pirruð og fitna. Ég er nefnilega með taugasjúkdóm (tourette syndrome) sem versnar ef ég fæ þetta hormón.
Ég veit ekki hvernig mér tókst að gleyma því að segja lækninum hvernig lykkju ég vildi.
Eitt enn. úthreinsunin var búin hjá mér, var bara í u.þ.b. 3.vikur. En eftir að hann setti upp þessa lykkju þá fór að blæða svolítið, fersk blæðing, ekki gamallt blóð, það blæðir enn. og svo fékk ég frekar mikla túrverki.. Er það allt í lagi?

Vona að þið hafið einhver svör handa mér, takk fyrir.
kveðja, xx sem er gleymin 🙂

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Ef þú hugsar þig nú vel um, finnst þér ekki að einfaldast og eðlilegast væri að hafa samband við þann læknis sem lét þig hafa lykkjuna. Auðvitað áttu að fá góðar upplýsingar hjá þínum lækni allt annað er óeðlilegt. Flexi T er koparlykkja.

Bestu kveðjur og vertu óhrædd að spyrja næst,
Arnar Hauksson dr med.