Hversu lengi að jafna mig eftir keiluskurð?

Spurning:
Ég var að velta því fyrir mér hvað konur eru lengi að jafna sig eftir keiluskurð.
Ég er að fara í slíka aðgerð nú á föstudaginn og langar að vita hve lengi að meðaltali konur eru rúmliggjandi (ef þær eru það að jafnaði). Finn ég verki eftir daginn eftir aðgerðina? Mun ég geta gert það sem ég geri að staðaldri? Ég geri mér grein fyrir því að fólk er misjafnlega lengi að jafna sig eftir aðgerðir en mig langar bara að vita hve lengi meðal kona er að jafna sig og hve lengi verkir eru að jafnaði.
Með fyrifram þökk

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Þú færð svör við öllum þessum spurningum þegar þú kemur inn til aðgerðar á sjúkrahúsið auk þess sem sá sem aðgerðina gerir upplýsir þig ýtarlega.
Þú ert líkamlega orðin þokkaleg á öðrum degi, en útferð allt að 3 vikur og getur blætt óvænt og ef það gerist og er mikið, ferskt, skaltu hafa samband við spítalann. Þú ert með e-r ónot, verki í nokkra daga, en getur farið að vinna strax á mánudegi, en frí frá samlífi í a.m.k. 3 vikur. Farðu annars gleggra eftir þeirri ráðlegginu sem aðgerðarlæknirinn gefur.
Gangi þér vel

Arnar Hauksson dr med.