Hvetja læknar sjúklinga til að nota bænir og hugleiðslu til hjálpar?

Spurning:

Hvetja læknar sjúklinga til að nota bænir og hugleiðslu til hjálpar?

Svar:

Ég veit ekki hvort ég sé rétti maðurinn til að svara þessu. Það kann að vera að sumir læknar hvetji til þess og allt gott um það að segja, því að það er ábyggilega gott að stunda hugleiðslu og slökun. Það er mikið stress í nútíma þjóðfélagi og það er áhættuþáttur í kransæðasjúkdómum. Ef við náum að slaka á í amstri hversdagslífsins með bænum eða hugleiðslu er það af hinu góða.

Þorkell Guðbrandsson, hjartalæknir