Hvítuhýðisbólga

Fyrirspurn:

Það var verið að greina mig með augnsjúkdóm sem ber nafnið hvíthýðisbólga eða episcleritis.Með því að googla enska heitið komst ég inn á margar síður, en fann ekkert um það þegar ég leitaði á íslenskum ??Svar:Þessi sjúkdómur nefnist hvítuhýðisbólga á íslensku – svolítið óþjált en er ekki það sama og hvítubólga, sem er “scleritis”, en það er miklu alvarlegri sjúkdómur.  Hvítuhýðisbólga er bólga í hýði hvítunnar og orsakast oft af utanaðkomandi áreiti, s.s. þurrum augum eða hvarmabólgu.  Fremur sjaldgæft er að bólgan sé í tengslum við kerfissjúkdóma en þó ekki óþekkt, s.s. liðagigt o.fl. sjálfsofnæmissjúkdóma.  Meðhöndlunin er oft með bólgueyðandi lyfjum, eins og steradropum, en sé bólgan látin óáreitt læknast hún oft af sjálfu sér.  Hvítuhýðisbólga getur komið aftur og aftur, sérstaklega ef undirliggjandi orsök er ekki meðhöndluð, s.s. þurr augu og hvarmabólga.Jóhannes K. Kristinsson, augnlæknir