Íþróttir og flogaveiki

Spurning:

Góðan dag.

Er gott fyrir flogaveika að iðka íþróttir? Ef svo er af hverju segirðu það, er einhver rannsókn sem styður það? Ef ekki, af hverju segirðu það? Takk fyrir.

Svar:

Samkvæmt norskri rannsókn (Epilepsia 1999 May;40(5):643-51: Physical exercise in outpatients with epilepsy.Nakken KO ) þar sem gerð var könnun á þjálfun flogaveikra þá æfðu flogaveikir jafn mikið og meðalmaður og þjálfunin virtist ekki auka tíðni floga nema í 2% tilvika. Af þessu má draga þá ályktun að þjálfun sé af hinu góða fyrir flogaveika alveg eins og fyrir annað fólk. Annars tel ég rétt að þið farið einfaldlega inn í medline gegnum heimasíðu Doktor.is og sláið inn leitarorðunum, epilepsy og exercise eða sports og þá fáið þið langan lista af greinum og rannsóknum um þetta málefni.

Högni Friðriksson, sjúkraþjálfari