Inniheldur Speltmjöl glúten?

Spurning:

Sæll.

Mig langar til að vita hvort fólk með glútenóþol má borða speltmjöl, en brauð og ýmsar vörur, sem eru bakaðar úr því eru seld sem glútenlaus hjá Heilsuhúsinu. Einnig langar mig til að vita hvort óhætt er að drekka malt, en ég veit að bjór er í lagi í hófi (þ.e. hvað varðar glúten).

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl.

Fólk með glútenóþol má ekki borða speltmjöl eða afurðir sem innihalda það enda inniheldur speltmjöl svo sannarlega glúten. Hér er því um rangar upplýsingar að ræða frá Heilsuhúsinu og það að sjálfsögðu er alvarlegt mál og ber að leiðrétta! Hvað varðar malt þá er magn glútens í malti mjög óverulegt og ætti hófleg neysla malts því ekki að leiða til óþolssvörunar. Hér á eftir fylgja upplýsingar um glútenóþol og hvar glúten er að finna.

Glútenóþol lýsir sér sem bólgu í þarmaslímhimnunni og er tilkomið vegna próteinsins glútens. Afleiðingarnar eru niðurgangur, fitugar hægðir, þyngdartap, þreyta og næringarskortur. Ef glútenóþol greinist þarf að útiloka allan mat sem inniheldur glúten. Glúten er í hveiti, rúgi, höfrum og byggi. Það er því í öllum matvörum sem innihalda þessar korntegundir. Glútenóþol er sem betur fer mjög sjaldgjæft á Íslandi og er talið að það sé vegna þess að börn byrja frekar seint að neyta afurða sem innihalda glúten. En sýnt hefur verið fram á að eftir því sem barn byrjar fyrr að neyta fæðu sem telst til „algengra” ofnæmisvalda (svo sem hnetur) aukast líkur á að ofnæmi nái að myndast.

Tafla

Ýmis heiti á hveiti, hráefnum/matvælum sem koma fyrir í innihaldslýsingum matvæla og matvæli sem þessi efni finnast í.

Hveiti Hveiti er meðal annars í: Heilhveiti brauði, kökum, spaghettí, Glúten pasta, pítsum, raspi/mylsnu, Grahamsmjöl unnum kjötvörum,Hveitikím morgunkorni, Semoulina lakkrís/hlaupi, sósum, Hveitiprótein súpum. Hveitisterkja – Sterkja – Mjöl –

Athugið að aðrar matvörur en hér eru tilgreindar geta einnig innihaldið þessi hráefni. Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur