kekkir í sæði

er það algengt að það komi hlaupkenndir kekkir í sæði og stundum yrjur eins og það sé drullugt ?
og svo er það algengt að finna sársauka í sjálfum eistunum ?

Þakka þér fyrirspurnina,

Það getur verið mismunandi útlit á sæði, það fer að vissu leyti eftir magni sáðfrumna og sáðvökva en það ætti í flestum tilvikum að vera glærleitt til hvítt. Ef það er litað eða ef það er blóð í sæðisvökva getur þurft að láta skoða það. Almennt á maður ekki að finna til sársauka í eistunum nema við bólgur, sýkingar, æxli eða áverka. Svo ef þetta er viðvarandi verkur er rétt að fara til læknis

Gangi þér vel