Klamedía

ég er að velta fyrir mér ég er með kaledíu og búin að fá lyf, en ég er með þvagfarasýkingu líka. ég fékk lyfið Doxylin 100 mg 1 tafla 2svar á dag í 7 daga. er að velta fyrir mér hvort lyfið vinni við þvagfarasýkinguni líka eða á eg að fara til lækni og fá þvagfarasýkingalyf ?

 

Þakka þér fyrirspurnina,

Doxylin vinnur ekki á venjulegum þvagfærasýkingum. Það er ágætt lyf við Klamydíu. Þú getur verið með sömu einkenni við báðar tegundir sjúkdóma. Ef það er staðfest ræktun sem sýnir þvagfærasýkingu er skynsamlegt að fá aðra tegund lyfja. Hins vegar ef svo er ekki er skynsamlegt að bíða og sjá hvort Doxylin vinnur ekki á þessu

Gangi þér vel !