Klofinn gómur

Spurningin:

26 ára – kona

Af hverju fæðist fólk holgóma og hvernig lýsir þad sér?

Svarið:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Holgóma þýðir að vera með klofinn góm. Þetta er fæðingargalli sem kemur fram á fósturskeiði. Skarð í vör og skarð í góm er samheiti á tveimur fæðingargöllum sem fylgjast oft að hjá sama einstaklingi og meðferð fylgir sömu meginreglum.
Mig langar að benda þér á góða og skýra umfjöllun á netsíðunni www.breidbros.is (og þar undir "hvað er skarð") sem er netsíða Samtaka aðstandenda barna með skarð í vör og góm. Þar er fjallað um þetta efni bæði í máli og myndum.
Þessi fæðingargalli(ar) er lagaður með skurðaðgerð(um) og fer umfang og fjöldi aðgerða eftir fæðingargallanum sjálfum t.d. hvort skarð er bæði í mjúka og harða góminum.

Bestu kveðjur,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is