Kúla eða þess háttar á kynfærunum

Spurning:

Sæll.

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir Doktor.is, þessi síða er mjög gagnleg og fróðleg og hef ég fundið mikið af svörum við því sem ég þarf að vita.

Ég er með eina fyrirspurn sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að spyrja. Það er í sambandi við skapabarmana. Þannig að ég hef alltaf fundið fyrir því þegar ég er í sturtu og þvæ kynfæri mín að á hægri skapabarmi er einhvers konar kúla eða þess háttar sem hreyfist til og frá í skapabarmanum ef ég ýti á hana.

Vinstra megin hef ég ekki fundið eins augljóslega fyrir þessu. Kúlan er svolítið hörð, ekkert svona lík gúmmíbolta sem hægt er að ýta saman.

Þetta hefur tekið mig langan tíma að spyrja að þessu og veit ekkert hvort þetta er eitthvað til að hafa áhyggjur út af bara eðlilegt.

Með von um svar og þökk fyrir vefinn Doktor.is,

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Langlíklegast er að þetta sé stíflaður fitu- eða svitakirtill. En næst þegar þú ferð til læknis ættirðu að láta hann skoða þetta. Það er gott fyrir hann að vita hvað þetta er stórt, hvað þetta hafi verið lengi o.s.frv. Það er mjög erfitt að segja með vissu hvað þetta er, en þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem þú þarft að hafa áhyggjur af. En allur er varinn góður og því skaltu taka þetta upp í næstu læknisheimsókn.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson, læknanemi