Kviðslit og meðganga?

Spurning:
Halló 🙂
Mig vantar að fá svar við einni spurningu!  Þannig er mál með vexti að ég er ólétt (komin 24 vikur) og er kviðslitin frá nafla og upp.  Er það e-ð hættulegt? Getur verið að það sé of mikið álag á allt saman þegar  kviðveggurinn heldur ekki við?
Með fyrirfram þökk 🙂  
ÉG 🙂

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Þetta fyrirbrigði, er algengt á meðgöngu og algengara þegar meðgöngum fjölgar.  Það geta fylgt því miklir verkir þegar rof verður milli langvöðva (rectus vöðvarnir) kviðveggjarins og við það kemur þessi útbungun fram milli vöðvanna ef reynir á kviðvegginn, en að öðruleyti er þetta hættulaust og oftast ganga vöðvarnir saman eftir fæðingu. Þetta er alveg hættulaust og þú færð frekari upplýsingar og ráð hjá þinni ljósmóður og lækni.

Gangi þér vel með meðgönguna
Arnar Hauksson dr med