Laga útstæð eyru?

Spurning:
Góðan daginn gott fólk.
Nú vantar mig upplýsingar í sambandi við hvernig aðgerð það er þegar börn/fullorðnir eru með útstæð eyru og vilja láta laga þetta. Ég er með 13 ára gamlan son sem er með voðalega minnimáttarkennd vegna eyrnanna sinna (þau eru vel útstæð).
Hvert sný ég mér í þessum málum? (er á Akureyri)
Með bestu kveðju,

Svar:
Hæ.
Þá er gerð eyrnaplastik. Skorið aftan við eyrun og þau pinnuð niður. Er ekki stór aðgerð. Gerð í svæfingu hér fyrir sunnan. 
Hann þarf að koma í skoðun fyrst. 563-1060 í Domus Medica.

Kveðja,
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir.