Langar að spyrja um geðhvörf?

Spurning:
Mig langar að spyrja um sjúkdóm sem tengist þunglyndi og stúlka sem ég þekki var að greinast með. Sjúkdómurinn tengist geðveiki og heitir bipolar lidelse 2?

Svar:
Þessi sjúkdómsgreining sem þú talar um er manio/depressivur sjúkdómur eða geðhvörf sem oftast hafa í för með sér þunglyndis tímabil og oflætis tímabil. En þegar er um að ræða bipolar lidelse 2 eru oflætis  tímabilin oft þannig að minna ber á oflætinu, bæði getur tímabilið verið styttra og ástand geðhæðarinnar/oflætisins minna.

Þegar talað er um geðhvörf(bipolar lidelse 1) varir oflætistímabil í minnsta lagi viku en oftast lengur.

Með bestu kveðju.

Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi Geðhjálp