Lausar tennur

Sæl,

Ég finn að það brakar svolítið í tönnunum á mér þegar ég ýti þeim inn og til baka og er mjög hrædd um að þær losni og detti úr.
Ég er á þrítugs aldri og hugsa mjög vel um þær, getur það gerst að þær losni?

Bestu kv,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ekki miklar líkur á því að tennurnar þínar losni eða detti úr ef þú ert dugleg að hugsa um þær og munninn á þér almennt. Ef þú burstar tennurnar kvölds og morgna og notar tannþráð reglulega og jafnvel munnskol ættir þú að ná að halda munninum á þér hreinum og tannholdinu heilu. Ef munnhirðu er ábótavant þá geta bakteríur náð að hreiðra um sig í munnholinu og þær geta valdið tannholdsbólgu sem getur valdið því að tennur losna og/eða hliðrast til. Hér getur þú lesið þér til um tannholsdbólgu og ef þig grunar að þetta sé það sem er að hrjá þig ættir þú að panta þér tíma hjá tannlækni og láta hann kíkja á þig og meta hvort þetta þurfi sérstaka meðhöndlun eða hvort hægt sé að ná þessu niður með tannþræði og munnskoli.

Gangi þér vel