leki frá kynfærum

Sæl/sæll

Mig langar að forvitnast um eitt hjá mér. Eftir ég átti barn númer 2 þá er búið að vera svoldið öðruvísi hjá mér oftast þegar ég er að hlaupa, stend kyrr og fleira þá oftast lekur smá hjá mér þótt að mér sé ekkert mál til þess að fara á klósettið og ég þarf alltaf á hverjum degi að ganga með bindi eða klósettpappír sem er rosalega óþægilegt og skipta 2 á dag á nærbuxum.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er tiltölulega algengt vandamál og oftast er um áreynsluþvagleka að ræða. Vöðvarnir eru slappir eftir meðgöngu og fæðingu en styrkjast smám saman  þegar frá líður en þó lagast þetta ekki alltaf af sjálfu sér.

Ég mæli með því að þú farir í skoðun hjá kvensjúkdómalækni til gagna úr skugga um að allt sé eins og það á að vera og svo skaltu endilega lesa þér til um þvagleka og hvað þú getur gert til þess að ná bata.

Gangi þér vel