Lengi að jafna mig eftir áfall?

Spurning:
Það eru nokkrir mánuðir frá því að ég lent í miklu áfalli, og með því fylgir mikil sorg, ég hef ekki getað sofið á nóttinni frá því þá og ég er að missa hárið. Ég veit að þetta stafar af áfallinu en ég var að velta því fyrir mér hvað væri heilbrigt að þetta taki langan tíma.

Svar:
Sæl og blessuð. Ég sé á því sem þú skrifar að áfallið er mikið, þó ég viti ekki hverskonar áfallið var. Þegar maður verður fyrir miklu áfalli getur það haft líkamlegar afleiðingar eins og hárlosið og svefnleysið sem þú lýsir.

Áfallið getur líka orðið það slæmt að maður hafi ekki krafta til þess að ná sér upp á ný án aðstoðar. Mér sýnist eins og að slíkt sé raunin með þig. Því ráðlegg ég þér að leita þér hjálpar. Talaðu t.d. við heimilislækninn þinn, eða lækni á læknavaktinni og segðu honum frá ástandi þínu. Hann getur síðan leiðbeint þér áfram. En ekki bíða með að leita þér aðstoðar. Svefnleysi til langframa brýtur mann niður.

Kveðja Þórhallur Heimisson.