LEVONOVA hormónalykkjan

Góðan dag
Ég er með Levonova – Mirena hormónalykkju sem ég er búin að vera mjög ánægð með.
Lykkjan á að duga í 5 ár,
en hvað gerist ef hún er ekki tekin eftir þann tíma ?
hvað má líða langt þar til hún rennur út og þarf að fjarlægja ?
og er hægt að fá svona lykkju aftur ?
Kær kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Hormónalykkjan er uppgefin  sem vörn í 5 ár er oft dugar hún lengur. Þegar hún hættir að virka er hún fjarlægð af kvensjúkdómalækni og ný sett upp ef þú óskar eftir því.  Þú ráðfærir þig við kvensjúkdómalækninn um hvenær þörf er á að skipta, það er ágætt að nota tækifærið um leið og þú ferð í reglubundna leghálsskoðun.

Gangi þér vel