Lifrarbólga

Fyrirspurn: 

Komi þið sæl

Mig langaði að fræðast um lifrabólgu B og C um smit leiðir og og fleira

Svar:

Sæl

Lifrarbólga B smitar með svipuðum hætti og alnæmi. Algengustu smitleiðir eru samfarir, blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum. Einnig getur sjúkdómurinn borist frá móður til barns við fæðingu. Lifrarbólga C sýkir með blóðsmitun eins og lifrarbólga B en þó mun sjaldnar með samförum eða við fæðingu.

Á vef doktor.is má finna grein varðandi þetta. Eins er að finna ýmist fræðsluefni á vef landlæknis landlaeknir.is á slóð

Gangi þér vel

Nína Hrönn Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur