Líkamsrækt og álag

Fyrirspurn:

Komið sæl.

Ég rak nýverið augun í rannsókn þar sem sýnt var fram á að 15. mín líkamsrækt á fullu spani (púls um 190) gerði sama gagn og 10 klst. á venjulegum púlshraða.

Sjá: http://www.hjerteforeningen.dk/sw97682.asp

En ég sá ekki hverskonar líkamsrækt átt var við – byggir maður jafn hratt upp þol, er maður jafn snöggur að henda af sér kílóum eða hvað er málið?

Aldur:
30

Kyn:
Karlmaður

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það skiptir miklu máli hver á í hlut þegar álag er orðið þetta mikið. Aldur og ásigkomulag einstaklingsins þarf vissulega að hafa í huga. Púls uppá 190 er mjög hár og getur verið varhugaverður.
Mér finnast upplýsingar á þessari heimasíðu vera mjög takmarkaðar og varhugaverðar, í ljósi þess sem á undan er sagt.
Það má segja að það sé ágætis "regla" að í álagi t.d. hlaup á bretti að viðkomandi getir átt smá eða léttar samræður og þá sé álag hæfilegt.
Við uppbyggingu vöðva og álags þá tel ég að regluleg hreyfing sé mun ákjósanlegri leið til árangurs. Til þess að losna við aukakíló þarf að stunda þol- og styrktaræfingar með markvissum hætti, helst 4-5x í viku.  Einnig er mjög mikilvægt að huga vel að neysluvenjum og sneiða hjá sætindum og fituríku fæði.

Ég vona að þetta komi að einhverju gagni.

Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is