Loftsöfnun í maga

Sæl! Hversvegna er loftframleiðsla svo mikil í þörmum mínum,ásamt glærri slímframleiðslu sem kemur fyrst með hægðum, Loft uppsöfnun er svo mikil að mér finnst ég þurfa að hafa hægðir með skömmum hléum og þá byrjar þessi athöfn með loftskoti sem á stundum rappar allt postulínið að innan, loftframleiðslan er svo mikil að ég er valla í húsum hæfur,kanske get ég selt þessa afurð til að knýja gasbíla.
Hvað er til varnar vorum sóma. getið þið svarað mér á Meilinu mínu, ég finn sennilega aldrey aftur þessar M’INAR S’IÐUR gleimi /tíni Passvordinu Kveðfa og þökk fyrir væntanlegt svar.

PS: engir verkir í maga, vonast eftir áliti og úrbótum.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Líklega hefur þú eitthvað  fæðuóþol. Laktósu-, í mjólkurvörum og sykuróþol, er þekkt mataróþol sem margir glíma við og fylgir því mikil loftmyndun þegar þarmarnir eiga erfitt með að brjóta niður þessi efni. Sumir hafa einnig óþol fyrir ákveðnu grænmeti.  Best er að kortleggja matseðilinn sinn,taka út mjólkurmat um tíma og síðan sykur og sjá hvort einvher breyting verður á.  Annars  ráðlegg ég þér að leita til meltingalæknis með þetta vandamál.

 

Gangi þér vel