Lyf í boði vegna athyglisbrests?

Spurning:
Góðan daginn. Mig langar að spyrja ykkur út í lyf fyrir barn með athyglisbrest. Við erum með níu ára gamlan strák sem að búið er að greina með athyglisbrest. Okkur voru boðin lyf, en vildum fyrst reyna allt annað áður, og athuguðum þess vegna ekki hvaða lyf væru í boði. Nú er svo komið að ekkert gengur og erum við að íhuga hvort að við ættum að setja hann á lyf. Þess vegna langar mig að vita hvað lyf eru í boði, svo að ég geti kynnt mér þau og skoðað aukaverkanir. Með fyrirfram þökk,

Svar:
Það lyf sem alengast er að nota við athyglisbrest er methýlfenídat. Þau lyf sem eru hér á markaði og innihalda þetta efni eru Ritalin og Concerta. Fleiri lyf koma einnig til greina, en þú verður þá að spyrja lækninn nánar út í það.
 

Með bestu kveðju/Best regards

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur/pharmacist