lyf

sæl er 62 ára kona með Parkinson. Var að byrja að taka Quetiapin 25 mg og hef aðeins tekið tvö kvöld þar sem ég á mjög erfitt um svefn eftir að ég greinist.

Er eðlilegt að ég sé svefndrukkinn fram eftir degi og vanlíðan . vaknaði t.d. kl 3 í nótt . Og ef ég blunda er ég ekki í fasta svefni heldur skynja allt sem fram fer í kringum mig.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengasta aukaverkun af þessu lyfi er svefnhöfgi og getur maður fundið vel fyrir þessu fyrstu dagana, sérstaklega meðan maður er að venjast lyfinu en það er bara fyrst. Það er misjafnt hvernig hver og einn upplifir áhrif lyfja og maður þarf oft að taka lyfið í einhvern tíma til að finna að það virki eins og það á að gera. Það er líka persónubundið hvort að maður þoli lyfið og ef þú ert enn að finna fyrir þessum einkennum eftir c.a. 2 vikur(skemur ef einkenni aukast og versna) að ræða þá við þann sem setti þig á lyfið.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.