Lyrica,Sertral og meðganga

Hæhæ málið er þannig að ég hef verið að taka Sertral síðustu ár vegna kvíðaröskunar en núna er ég að reyna að verða ólétt, er óhætt að vera að taka Sertral á meðgöngu ?

Er óhætt að taka Lyrica á meðgöngu ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Samkvæmt upplýsingum á fylgiseðli beggja lyfjanna er ekki  ráðlagt að nota þau  án samráðs við lækni ef grunur er um þungun.

Í sumum tilfellum er lyfið notað áfram en í öðrum er reynt að finna annað lyf. Þú skalt endilega ráðfæra þig við lækninn áður en þú verður þunguð svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef hægt er.

Gangi þér vel