Lýtaaðgerðir eftir offituaðgerð?

Spurning:
Komiði sæl.
Ég er með eina fyrirspurn til ykkar. Ég fór í offituaðgerð hjá Hirti Gíslasyni, skurðlækni. Ég var nálægt 170 kg þegar ég fór í aðgerðina, en nú er ég nálægt 120 kg. Mér finnst það bara mjög góður árangur. Nú langar mig að fara í lýtaaðgerðir til að láta laga líkamann á mér svolítið til. Ég þarf að fara í svokallaða svuntuaðgerð til að láta taka af maganum, ég þarf örugglega að fara í aðra aðgerð til að láta taka af brjóstkassanum og svo þarf ég örugglega að fara í þá þriðju til að láta laga bæði, læri – nára og rass, því ekki er hægt að gera þessar aðgerðir allar í einu. Mér er spurn. Hvað þurfa einstaklingar þ.á.m. ég að borga fyrir svona pakka? Mér var sagt að svokölluð ,,svuntuaðgerð“ kosti eitthvað á bilinu 200 – 250 þ. Svo ég tali nú ekki um hinar aðgerðirnar sem fólk þarf að fara í.
Ég er ekki einungis að spyrjast um þetta fyrir sjálfan mig, ég er í og með að spyrja þessarar spurningar fyrir marga aðra sem eru í svipaðri stöðu og ég og hafa farið í þessa hreint út sagt frábæru offituaðgerð. Mér finnst það frábært hjá íslenska ríkinu að styðja fólk til þess að fara í offituaðgerð, öðru nafni (The Mini Gastric Bypass). Þetta er aðgerð sem hefur hjálpað hundruðum eða þúsundum fólks um allan heim. Auðvitað hafa verið reyndar margar aðgerðir á fólki til að laga það til holdafarslega en þetta er eina aðgerðin sem hefur gagnast einna best. T.d. hefur verið reynd aðgerð eins og það að setja blöðru ofan í maga fólks en sú aðgerð hefur ekki gefið nógu góða raun. Þannig að þetta er frábært. Að endingu vona ég eftir því að fá svör við þessum spurningum.

Svar:
Komdu sæll.

Það er rétt að það hefur náðst mjög góður árangur með þessum magaaðgerðum og er það vel. Ég legg ríka áherslu á að fá að sjá þá sem eru að spekúlera í frekari aðgerðum til að bæta útlit sitt. Það er misjafnt hvað hver þarf, margt sem þarf að útskýra og verð geta verið misjöfn eftir umfangi en eru oftast þetta frá 250.000 – 350.000.

Kær kveðja Ottó Guðjónsson, lýtalæknir