Má ég kenna ungbarnasund á meðgöngu?

Spurning:

Halló doktor.is

Ég bý í Danmörku og er komin 5 mánuði á leið. Ég er með spurningu sem ég vona að þið getið hjálpað mér að svara. Ég hef kennt ungbarnasund síðasta vetur og hef ákveðið að gera það áfram þangað til ég á að fæða. Ég er með 3 hópa þ.e. ég er ca. 1 og 1/2 tíma í vatninu í einu. Vatnið er ca. 32 gráðu heitt. Ég er bara með tíma annan hvern sunnudag. Ég hef nefnilega lest að það sé ekki gott fyrir óléttar konur að vera of mikið í heitu vatni. Ég vona að þið getið hjálpað mér 🙂

Fyrirfram þökk og kærar kveðjur

Svar:

Þér á að vera alveg óhætt að halda áfram með ungbarnasundið því 32°C heitt vatn er alls ekki of heitt. Þegar verið er að tala um heitt vatn er átt við 38°C og þar yfir.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir