Má ég taka Flagyl – er ólétt?

Spurning:
Ég er þunguð og er komin 7 mánuði á leið. Ég var sett á lyfið (stílar) Flagyl en í leiðbeiningum með lyfinu stendur að þungaðar konur skulu ekki taka þetta lyf. Það sem mig langar að fá að vita er hvort lyfið hafi einhver áhrif á fóstrið og þá hver? Ég er búin að reyna að fá upplýsingar um þetta en án árangurs. Ég tek það fram að ég er enn ekki byrjuð að taka lyfið vegna þessarra áhyggja.

Svar:

Samkvæmt Sérlyfjaskrá, sem er opinbert uppsláttarrit um skráð lyf Íslandi, á ekki að nota Flagyl á meðgöngu, a.m.k. ekki fyrstu þrjá mánuðina. Í Felleskataloget, sem er samskonar norsk bók, er sagt að ekki megi nota lyfið á meðgöngu þar sem lyfið geti valdið vansköpunum. Í FASS sem er samsvarandi handbók í Svíþjóð segir að ekki séu fyrirliggjandi nægilegar rannsóknir til að geta fullyrt um hvort óhætt sé að nota lyfið á meðgöngu.
Í Lægemiddelkataloget sem er opinber handbók um lyf í Danmörku, er hins vegar fullyrt að í lagi sé að nota lyfið á meðgöngu. Það hafi áður fyrr verið talið varasamt, en nú sé búið að rannsaka þetta nægilega síðust 30 ár og hægt sé að fullyrða að ekki sé hætta á vansköpunum þó lyfið sé notað á meðgöngu. Vísað er í þrjár rannsóknir því til stuðnings. (sjá hér að neðan)
 
Graviditet
Metronidazol kan anvendes under graviditet. Behandling af gravide med metronidazol har tidligere været kontroversiel. Sammenhængen mellem metronidazolbehandling under graviditet og forekomsten af fødselsdefekter er imidlertid blevet grundigt undersøgt gennem de sidste 30 år. Undersøgelserne omfatter mere end 200.000 metronidazoleksponerede kvinder, og konklusionen er, at der ikke foreligger dokumentation for øget teratogen risiko som følge af metronidazolbehandling under graviditet. (150, 151)
Dette bekræftes af nylige studier. (152)
Svona geta upplýsingar um lyf verið misvísandi þó að um nágrannalönd eins og Norðurlöndin sé að ræða. Dönsku upplýsingar eru þó greinilega þær nýjustu. Það ætti því að vera óhætt að treysta þeim ásamt lækninum.
 

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur