Má ég taka sólhatt á meðgöngu?

Spurning:
Má ég taka sólhatt á meðgöngu? Ég er komin rétt tæpar 20 vikur. Og ef ég má það ekki, á ég að vera stressuð yfir því að ég er búin að vera að taka sólhatt í þrjá daga. Er ég nokkuð búin að skemma eitthvað?
Með fyrir fram þökk.

Svar:
Ekki eru til áreiðanlegar rannsóknarniðurstöður sem segja að óhætt sé að taka sólhatt á meðgöngu. Á hinn bóginn eru heldur engar upplýsingar sem gefa til kynna að það sé hættulegt móður eða barni. Ég ræð þér því frekar frá því að taka sólhattinn meðan á meðgöngu stendur, en þú átt ekki að þurfa að vera stressuð þó aað þú hafir tekið hann í nokkra daga.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur