Má nota Sorbitol á meðgöngu?

Spurning:

Er í lagi að taka inn Sorbitól við hægðatregðu á meðgöngu? Ég hef heyrt að sum hægðalyf geti haft áhrif á fylgjuna svo ég vil vera viss.

Takk fyrir.

Svar:

Það er í lagi að nota Sorbitól í venjulegum skömmtum við hægðatregðu á meðgöngu. Sorbitól frásogast illa frá meltingarvegi og kemst því lítið í blóðrásina. Það sem kemst brotnar aðallega niður í lifrinni í frúktósu. Einnig getur sorbitól brotnað beint niður í glúkósu fyrir áhrifa ensíma. Þetta eru allt fremur saklaus efni. Ég hef ekki heyrt að Sorbitól geti skaðað fylgju.

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur.