Má NuvaRing frjósa?

Spurning:
Góðan daginn.
Ég er á getnaðarvörninni Nuvaring og í bæklingnum með henni fylgdu leiðbeiningar, í þeim kom fram að æskilegt hitastig væri stofuhiti og mætti ekki fara yfir 30 gráður. Hringirnir mínir frusu hinsvegar og ég finn hvergi neitt um það hvort þeir eru ónýtir eða hvað. Ég yrði ykkur mjög þakklát ef þið gætuð sagt mér eitthvað um þetta.
Kveðja. Nuva.

Svar:
Umboðsaðili NuvaRing segir að framleiðandinn ábyrgist eingöngu virkni lyfsins ef það hefur verið geymt við hitastig á
bilinu +2 – +30°C.   Þeir ábyrgjast því ekki að það sé nothæft eftir að hafa frosið.
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur