maca og brjóstagjöf

Hæ, ég er að velta þvi fyrir mér hvort það sé i lagi að taka maca töflur og eða duftið meðan ég er með barnið mitt á brjósti ?
Með fyrirfram þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er um að gera að fara varlega í öll fæðubótarefni á meðan að á brjóstagjöf stendur og kynna sér vel hvað skilst út í brjóstamjólkina og hvað ekki.

Ég finn engar upplýsingar um Maca duft og brjóstagjöf og ráðlegg þér  því að spyrja söluaðila eða innflytjanda að þessu. Eins er mögulegt að þær hjá ungbarnaeftirlitinu eða brjóstaráðgjafar viti eitthvað um þetta efni og möguleg áhrif þess á barnið.

 

Gangi þér vel