Mega ófrískar konur ferðast í flugvél

Spurning:

Kæra Dagný, mig langaði til að athuga, hvort þú gætir sagt mér, þar sem ég er kominn 5 mán á leið, mega konur fara í flugvél hvenær sem er á meðgöngunni?

Með fyrirfram þakklæti.

Svar:

Sæl.

Það er talið óhætt að fljúga töluvert fram yfir 30 vikna meðgöngu ef allt er eðlilegt. Sum flugfélög óska þó eftir læknisvottorði þess efnis að ekkert bendi til yfirvofandi fæðingar eftir ákveðinn vikufjölda (oft um 34 vikur) sérstaklega í millilandaflugi.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir