Meðganga eftir svuntuaðgerð?

Spurning:
Ég fór fyrir einu ári síðan í svokallaða svuntuaðgerð – sem að gekk mjög vel. Núna semsagt ári seinna er ég barnshafandi og er að velta því fyrir mér hvort aðgerðin geti haft einhver áhrif á meðgönguna. Ég geri mér grein fyrir því að húðin getur slitnað aftur og hef svosum ekki áhyggjur af því.  Er t.d. einhver áhætta í fæðingu getur eitthvað farið úrskeiðis eða þarf jafnvel keisaraskurð?  Ég hef lesið um það að ekki sé ráðlagt að verða barnshafandi eftir svona aðgerð – en þá held ég að ástæðan sé aðalega útaf því að konan slitnar aftur.   Takk fyrir

Svar:
Sæl
Meðgangan á alveg að vera í lagi þó þú sért búin að fara í svuntuaðgerð.  En eins og þú nefndir getur maginn eitthvað ólagast aftur, en það má bara skoða það seinna og laga ef þarf.
Gangi þér vel.
Kveðja Ottó Guðjónsson, lýtalæknir