Meðganga og fartölva

Spurning:

17 ára – kona

ég var að pæla… er satt þegar maður eru óléttur má maður þá hafa fartölvuna oná sér því það koma einhverjir geislar úr henni? hehe, veit asnaleg spurning… en bara vera viss um það, það er enginn viss… og þið hafði pottþétt rétta svarið yfir því.
Ég er of áhyggjufull… heh, en ég hef alltaf verið þannig um allt svo…
Takk takk..  🙂

Svar:

Sæl,

Það eru ekki miklar rannsóknir til um þetta mér vitanlega.  Aðalgeislunin sem er frá fartölvu er hitageilsun auk þess sem einhver geilsun er frá skjánum.  Þó ekki sé vitað að það hafi skaðleg áhrif á fóstrið að hafa tölvuna á maganum þá myndi ég ekki mæla með því.  Frekar að hafa tölvuna þá á lærunum.  Held að þér eigi heldur ekki eftir að finnast þetta þægilegt – líkaminn er yfirleitt duglegur að láta vita og því alltaf mikilvægt að hlusta á hann.

Kveðja,

Kristín Svala Jónsdóttir
Hjfr. og ljósmóðir