Mergsyni tekið

Hvernig er mergsyni tekið? Finn. eg til? Verð ég eftir mig?
Eg hef verið með óútskirðan hita um 38 stig i 6 mánuði. Nu er farið að hugsa um mergsyni. Hvaða upplýsingar gefur slíkt sýni?

Kveðjur og þakkir

Þakka þér fyrirspurnina

Það er yfirleitt stungið í mjaðmarkambinn aftanverðan. Við fáum upplýsingar um hvít og rauð blóðkorn auk þess sem upplýsingar fást um blóðflögur oftsinnis í tengslum við uppvinnslu og leit að ástæðu veikinda sem getur verið margvísleg miðað við lýsingu þína. Yfirleitt gengur vel að deyfa en þú getur fundið lítillega til. Þú kannt að finna fyrir verkjum í kjölfarið en það á ekki að há þér lengi

Gangi þér vel