Mig langar að losna við ístruna

Spurning:

Sæl.

Ég er byrjaður á því að breyta matarræðinu hjá mér og að skokka. Ástæðan fyrir því er sú að mig er farið að langa að losna við þennan belg sem ég er búin að vera með talsvert lengi.

Ég er 23 karlmaður og 174 sm, 80 kg og axlabreiður.
Ég geri magaæfingar og þetta er ekkert sem liggur á en samt væri gott að vita ef þið hefðuð góð ráð fyrir mig varðandi einhverja maga æfinga rútínu eða viss vítamín sem þið ráðleggið mér eða eitthvað…..

Mig langar að ná sem bestum árangri og fá flotta og stinna magavöðva.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæll.

Ef þú vilt losna við ístruna þá ráðlegg ég þér að hreyfa þig reglulega 4-5x í viku í 30-45 mín í senn. Þú getur skokkað, gengið rösklega, hjólað, spilað fótbolta, eða hvaða tegund þjálfunar sem hentar þér. Aðalatriðið er að vera á stöðugri hreyfingu. Þú getur ekki náð af þér fitu af maganum með styrktaræfingum fyrir kviðvöðva. Vöðvarnir styrkjast en fitan fer ekki nema með reglubundinni hreyfingu og réttu mataræði. Ég ráðlegg þér fjölbreytt mataræði með áherslu á að gæta hófs og sneiða hjá sætindum og fitu. Ég ráðlegg ekki nein sérstök vítamín, best er að fá þau úr fjölbreyttri fæðu og gæti verið gott e.t.v. að taka eina fjölvítamín á dag svona sem baktryggingu.
Gangi þér vel.

Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari