Mikil þreyta

Sæl/l, Ég er 19 ára unglingur og er alltaf mjög þreytt. Þetta byrjaði eftir síðasta sumar þegar skólinn var að hefjast. Ég er svo þreytt á daginn að ég get ekki haldið mér vakandi og síðustu vikur (2-3) hef ég sofnað í öllum tímum, ég er virkilega að reyna að halda mér vakandi en get það ómögulega. Svo þegar ég kem heim á daginn reyni ég að hvíla mig í svona hálftíma en get bara ekki vaknað aftur, svo stundum sofna ég í 1-2 tíma, þó ekki alltaf. Ég æfi frá 1,5-3 tíma á dag. Stundum fer ég aðeins seinna að sofa en yfirleitt er ég sofnuð um 12 og 1. Ég vakna um 7 á morgnanna. Svo finnst mér eins og stundum þá hvílist ég ekki yfir nóttina þó svo ég sofi í 7 eða 8 tíma. Ég hef farið í blóðbankann og gefið blóð og þar rannsaka þau blóðið og ég kom vel út úr því Hvað getur valdi þessari þreytu? Nú er ég orðin mjög þreytt á því að vera alltaf svona þreytt

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis og fá skoðun og mat á þessarri líðan og hvað geti verið að valda henni. Það er ýmislegt fleira sem hægt er að skoða í blóðprufum heldur en skoðað er við blóðgjafir til dæmis vítamínbúskapur og járn er skoðað betur. Endilega leitaðu aðstoðar við að ná þér út úr þessarri líðan.

Gangi þér vel

 

Gangi þér vel