Mjólkur- og eggjaofnæmi?

Spurning:
Góðan daginn.
Ég er með lítinn 10 mánaða dreng sem greindist þegar hann var 6 mánaða með mjólkur- og eggjaofnæmi. Ég er að reyna að hafa matseðilinn hans fjölbreyttan en það er svolítið erfitt þar sem hann má ekki borða neinar mjólkurvörur. Ég var að spá í hvort soyja jógurtin væru í lagi fyrir hann vegna mjólkurofnæmisins?
Með fyrirfram þökk.

Svar:
Sæl.
Algengustu ofnæmisvaldar hjá börnum eru mjólk og egg (mjólkurprótein, eggjaprótein). Sojaprótein geta valdið sterkum ofnæmisviðbrögðum og börn með ofnæmi fyrir mjólk geta einnig haft ofnæmi fyrir sojamjólk. Áður en þú ferð að gefa barninu þínu sojamjólk eða sojajógúrt skaltu ræða það við sérfræðing í ofnæmisfræðum.
 
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur