Munur á Ritalin – Ritalin Uno og Concerta?

Spurning:
Ég á 12 ára gamlan son sem glímir við umtalsverða erfiðleika vegna ofvirkniröskunar og áfallastreitu. Þegar hann greindist ofvirkur með athyglisbrest 8 ára gamall fór hann að taka Ritalin og gerði það allt þar til nýja lyfið Conserta kom á markað. Stuttu seinna þurfti hann einnig að taka Seroxat vegna þunglyndiseinkenna. Seinni part síðasta árs var hann settur á Depakine sem virakar vel. Consertað hefur hins vegar ekki virað sem skyldi og einbeitingarskortur og athyglisskortur sonar míns hefur verið í lágmarki og valdið honum umtalsverðum erfiðleikum í skóla. Því var brugðið á það ráð að setja hann á hann á Ritalin Uno, stærsta skammt fyrir skömmu. Það sem mig langar að vita er í raun og veru allt um Ritalin Uno. T.d. að hvaða leyti er það frábrugðið Conserta eða gamla Ritalininu? Hvernig er virknin frábrugðin? Hve lengi varir virknin? Hvernig hefur það reynst? Og annað það sem ykkur detttur í hug að segja frá um Ritalin Uno. Kveðjur og þakklæti.

Svar:

Þessi þrjú lyf, Ritalin, Ritalin Uno og Concerta innihalda öll sama virka efnið, metýlfenidat. Í Ritalin Uno og Concerta er lyfinu þannig fyrir komið að virka efnið losnar hægt úr lyfinu og tiltölulega jafn skammtur fæst yfir daginn, þannig að aðeins þarf að gefa þau einu sinni á dag. Ritalin Uno og Concerta er frá mismunandi framleiðendum sem nota mismunandi tækni til að stýra losun virka efnisins. Verkun, aukaverkanir og annað er hins vegar að öðru leyti eins af þessum þremur lyfjum.
Ritalin Uno meðferð skal hefja á litlum skömmtum og auka þá smám saman með viku millibili. Dagsskammtar yfir 60 mg eru ekki ráðlagðir. Ef einkennin verða ekki betri eftir 4 vikna skammtaaðlögun skal hætta notkun lyfsins.
Ritalin Uno er nýkomið á markað hér og því erfitt að segja til um hversu vel það hefur reynst.
 
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur