Náladoði í hægri vísifingri svo vikum skiptir.

Sæl verið þið. Mig langar að vita hvers vegna þetta getur stafað og hvað er til bóta tíma bundið og til frambúðar. Ég hef haft náladoða í hægri vísifingri svo vikum skiptir núna. Er þetta þrenging i úlnlið eða hvað? Hvað er til bóta?

Kv
Kingi

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Doði fram í fingur er einkenni sem getur átt við ótalmargt og misalvarlegt.

Oftast er um að ræða þrýsting á taug einhversstaðar á svæðinu  frá öxl og niðurúr sem getur orsakast af bólgum (til dæmis vöðvabólga, taugasjúkdómar)  eða getur verið afleiðing af áverka eða vegna gigtar.

Eins getur verið um að ræða einhverja truflun á taugastarfssemi af öðrum völdum eins og þekkt er með ýmsa taugasjúkdóma.

Ef þetta gengur ekki til baka eða er að gerast endurtekið er nauðsynlegt að fá aðstoð læknis til að greina hvað um er að ræða og hvað sé til ráða. Heilsugæslulæknir getur með skoðun og rannsókn metið hvort þörf sé á frekari skoðun til dæmis hjá bæklunarlækni eða  taugasérfræðingi.

Gangi þér vel