Nefrennsli

Hvað orsakar aukið nefrennsli, sérstaklega fyrst á morgnana. ?
Ég er 76 ára karlmaður með ágæta heilsu.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Nefrennsli er einkenni um ertingu í slímhúðum í nefi. Ýmislegt getur verið orsakavaldur þar, veirur og bakteríur, langvinnar bólgur  sem afleiðing af ofnæmi eða jafnvel neftóbaksnotkun. Meðferðin fer svo eftir orsökinni og hvet ég þig til þess að ræða þetta við tækifæri við heimilislækninn þinn.

Gangi þér vel