Night terrors hjá fullorðnum

Hvað getið þið sagt mér um night terrors hjá fullorðnum ? Finn bara upplýsingar um það hjá börnum.
Ég veit um mann sem fær svo slæm night terrors að konan hans sefur helst ekki í sama rúmi og hann annars á hún á hættu að fá högg og spörk á nóttunni. Er hægt að gera eitthvað í þessu ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Fullorðnir fá vissulega martaðir og oftast er undirliggjandi orsök kvíði eða vanlíðan sem þarf að takast á við til þess á ástandið lagist.

Mikil hreyfing í svefni er ekki endilega það sama og martröð. Sumir einstaklingar hreyfa sig mikið, ganga í svefni  eða eru með mikla vöðvakippi sem líkjast krömpum og geta  þessir einstaklingar sparkað eða kýlt frá sér án þess að vera endilega að dreyma eitthvað slæmt. Þetta versnar yfirleitt þegar viðkomandi er mjög þreyttur og því mikilvægt fyrir einstaklinga sem þetta á við um að gæta vel að svefninum og svefnvenjum.

Gengi þér vel