Óþægindi í leggöngum

Spurning:

Góðan dag.
Mig langar að spyrja að einu, en ég byrjaði að finna til óþæginda í leggöngum fyrir u.þ.b.2 mánuðum síðan. Svo las ég um það hér hjá ykkur að það gæti verið sveppasýking. Ég nefnilega gat ekki fengið neinn tíma hjá kvensjúkdómslækni sem er frekar ömurlegt. Svo ég fór í apótekið og keypti mér krem við sveppasýkingu, jújú það lagaðist í einhvern tíma en núna er þetta orðið ennþá verra. Mikill sviði við samfarir, kláði og bara frekar aum í klofinu. Er í lagi að ég fari í apótekið og fá mér þessi lyf aftur og reyna að taka þau inn í nokkra daga eftir að eymslin eru farin. Hvað ef ég var ekki með sveppasýkingu, getur einhver skaði orðið? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá kvensjúkdómslækni? Maður verður bara að reyna að lækna sig sjálfur.
Fyrirframþökk fyrir svarið,
Ein ráðalaus

Svar:

Ágæti fyrirspyrjandi.

Lýsing þín gæti átt við sveppi í miklu mæli og þar sem þú náðir nokkrum árangri með sveppalyf væri ekki úr vegi að reyna áfram. Prófaðu að kaupa þér Canesten leggangakrem sem þú getur sprautað upp í leggöng daglega auk þess að bera á þig útvortis á meðan. Slepptu öllu samlífi meðan þú er að þessu. Um aðgengi að læknum tel ég að heimilislæknir þinn gæti hjálpað þér ef þú verður ekki góð eftir þetta að undangenginni skoðun með inntökulyfi gegn sveppum ef þetta eru sveppir. Tek undir með þér að ekki er vert að reyna lengi ef þú verður ekki betri, heldur þarf að líta á þig.
Vona að þér batni vel.

Kveðja
Arnar Hauksson dr med