Ófrísk?

Fyrirspurn:

Góðan daginn,

Ég er hætti að nota getnaðarvörn fyrir síðasta tíðarhring og sú getnaðarvörn er Nuvaring. Fyrsti dagur síðustu blæðinga var 28 feb. og er ég því komin 4 daga framyfir. Við erum að reyna að eignast okkar fjórða barn og hef ég tekið prufur en þær komið neikvæðar út. Á 14 degi tíðarhringsins þá byrjaði að koma rauðbleik útferð og var þannig í tvo daga kom aftur á 4 degi og var í ca 3 daga … ég er búin að vera með túrverki og samdráttarverki í leginu, verk í mjóbaki örlitla spennu af og til í brjóstunum og ég tók eftir því að það lak smá mjólk úr brjóstunum í sturtu um daginn og ég hef prófað að kreista af og til og þá kemur gulleitur stundum mjólkur litaður vökvi. Mér er óglatt á kvöldin þarf að sofa aðeins meiri en vanalega ekki mikið þó. Geta öll þessi einkenni komið vegna þess að ég var að hætta að getnaðarvörn getur líkaminn sýnt sömu eða svipuð einkenni og þegar þungun hefur átt sér stað. Væri skynsamlegt að panta tíma hjá lækni og fá blóðprufu til að fá úr þessu skorið?

Aldur:
31

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Ég hef ekki heyrt að svona einkenni geti tengst því að þú sért að hætta á þessari getnaðarvörn.  Finnst líklegra að þetta séu þungunareinkenni.
Alltaf eftir að hætt er á hormónagetnaðarvörn geta blæðingar verið óreglulega og það að þú sért komin 4 daga framyfir þarf ekki að þýða að þú sért þunguð en með þesssi einkenni þá gæti það verið.  Taktu aftur þungunarpróf eftir nokkra daga ef þú ert ekki byrjuð á blæðingum.  Ef hún er áfram neikvæð og blæðingar ekki byrjaðar, þá ættirðu að hafa samband við lækni þó ekki sé nema til að fá úr þessu skorið.

Kveðja,

Kristín Svala Jónsdóttir,
Hjfr. og ljósmóðir