Ófrjósemi

Spurning:

Sæll,

Við erum hjón sem erum búin að vera að reyna að eignast barn í 2 ár, en hefur lítið gengið. Hún varð ófrísk fyrir 3 árum en missti fóstur eftir ca. 6 vikur. Hún fékk jákvætt próf aftur í vor en það fór að blæða skömmu seinna. Við ákváðum þá að fara til heimilislæknis okkar og fengum tilvísun í sáðpróf, salpingogram, og blóðprufur til að athuga með prógesterón. Það virðist allt vera í lagi. Ég er búin að mæla hitann í ca. 3 mánuði og hann fer rosalega upp og niður, en virðist aldrei hækka um þessar 4-5 gráður sem hann ætti að gera. Hvað getur vandamálið verið og hvað getum við gert fyrir utan að fara í tæknifrjóvgun?

kær kveðja

Svar:

Ágætu hjón,
Mér sýnist heimilislæknirinn ykkar hafa unnið mjög skipulega og vel. Það er mun algengara að konur missi fóstur, en margir átta sig á. Tvær þunganir benda til þess að þið séuð frjósöm. Hins vegar er langt á milli eða þrjú ár. Hitamælingin er ekki afgerandi þáttur, heldur progesterónið. Þú þarft að hafa samband við lækninn þinn aftur. Hann hefur örugglega ætlað að bæta við rannsóknum og meðferð ef ekki gengi skv. fyrstu áætlun. Ég held þið náið þungun án tæknihjálpar.

Kveðja,
Arnar Hauksson, kvensjúkdómalæknir