Öldrunarblettur í andliti

Spurning:

Heil og sæl.

Móðir mín er með einn öldrunarblett í andlitinu, er eitthvað hægt að gera við því?

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef um staðfestan öldrunarblett er að ræða er ekki nauðsynlegt að gera neitt í málinu. Ef hinsvegar bletturinn ergir móður þína á einhvern hátt, hvort sem það er fagurfræðilega eða hana klæjar í blettinn sem getur gerst, er auðvelt að fjarlægja þessa bletti og skilja þeir sjaldnast eftir sig áberandi ör. Rétt er fyrir ykkur að hafa samband við hennar heimilislækni og hann leiðbeinir ykkur hvernig er best að taka á málinu.

Gangi ykkur vel,

Kveðja,
Sólveig Magnúsdóttir, læknir.